Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)Árlegur fundur forstjóra strandgæslna í norrænu löndunum var haldinn í Vestmannaeyjum á dögunum. Saga Landhelgisgæslunnar tengist Vestmannaeyjum órjúfanlegum böndum og því þótti vel til fundið að halda fundinn í Eyjum að þessu sinni.
Fundirnir eru árlegir og þar gefst strandgæslunum tækifæri til að bera saman bækur sínar í þeim tilgangi að efla enn samvinnu þeirra og upplýsingamiðlun.
Fyrir hönd Landhelgisgæslunnar voru Georg Kr. Lárusson, Auðunn F. Kristinsson, Hekla Jósepsdóttir, Guðríður Kristjánsdóttir og Guðný Elísabet Óladóttir.
Forstjóri norsku strandgæslunnar tók í lok fundarins við formennsku í samtökunum.
Um Nordic Coast Guard Cooperation:
Að samstarfinu standa Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar auk Íslendinga, þ.e. yfirvöld í aðildarlöndunum sem hafa því hlutverki að gegna að annast landamæravörslu til sjávar, leit og björgun, viðbrögð við umhverfisslysum, fiskveiðigæslu og varnir og öryggismál til sjávar. Stjórn sa...
View original post