Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)Áhöfnin á varðskipinu Þór kom saman á vetrarsólstöðum og hélt sín árlegu litlu jól og jólabingó.
Dagurinn hófst með hefðbundnu sniði en boðið var upp á skötu og saltfisk í hádeginu sem hefur verið til siðs síðan 1926.
Upp úr hádegi, sveif svo jólaandinn yfir vötnum um borð í varðskipinu, þrátt fyrir að áhöfnin hefði í nógu að snúast enda verður varðskipið á bakvakt yfir jól og áramót.
Þegar líða fór að kveldi, klæddi áhöfnin sig upp í betri fötin og mætti til kvöldverðar þar sem kvartett sveit varðskipsins „Vitringarnir fjórir“ spiluðu og sungu nokkur vel valin jólalög áður en áhöfnin gæddi sér á dýrindis jólakræsingum sem brytinn hafði töfrað fram. Öll áhöfnin gekk svo í að ganga frá eftir matinn.
Á áttunda tímanum hófst svo hið árlega jólabingó þar sem áhöfn mætti saman í sínum jólapeysum og jólasveinninn lét sig ekki vanta. Spilaðar voru 44 umferðir og voru veglegir vinningar voru í boði, sem okkur bárust frá 25i úr...
View original post