Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)
Gamli Þór, björgunarskip Slysavarnafélags Landsbjargar, var flutt með varðskipinu Freyju frá Vestmannaeyjum vestur á firði þar sem skipið kemur til með að öðlast nýtt líf í þjónustu björgunarsveitarinnar Kofra á Súðavík. Þór var hífður um borð í Freyju við Binnabryggju í Eyjum og haldið með skipið á Ísafjörð. Vel fór um björgunarskipið við bakborðs lunningu á aðalþilfari varðskipsins.
Þegar komið var til Ísafjarðar tók björgunarsveitarfólk á vegum Kofra við skipinu sem híft var frá Freyju með gámalyftara og sjósett í framhaldinu. Vel gekk að koma Þór frá borði. Nýir eigendur sigldu Þór frá Ísafirði til Súðavíkur þar sem hann verður til taks.
Gamli Þór, björgunarskip Slysavarnafélags Landsbjargar, var flutt með varðskipinu Freyju frá Vestmannaeyjum vestur á firði þar sem skipið kemur til með að öðlast nýtt líf í þjónustu björgunarsveitarinnar Kofra á Súðavík. Þór var hífður um borð í Freyju við Binnabryggju í Eyjum og haldið með skipið á Ísafjörð. Vel fór um björgunarskipið við bakborðs lunningu á aðalþilfari varðskipsins.
Þegar komið var til Ísafjarðar tók björgunarsveitarfólk á vegum Kofra við skipinu sem híft var frá Freyju með gámalyftara og sjósett í framhaldinu. Vel gekk að koma Þór frá borði. Nýir eigendur sigldu Þór frá Ísafirði til Súðavíkur þar sem hann verður til taks.