Lögreglan á Suðurlandi | Hvolsvöllur (Facebook)
Um liðna helgi voru 15 ökumenn kærðir fyrir að aka of greitt í embættinu. Sá sem hraðast ók mældist á 146km/klst. Sá var einnig grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og gat viðkomandi ekki sýnt fram á að hafa gild ökuréttindi. Að auki voru 3 aðrir ökumenn stöðvaðir án ökuréttinda.
4 voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Þar af var einn aðili með fíkniefni meðferðis.
Einn ökumaður var stöðvaður á jeppabifreið og kom í ljós sofandi aðili í farangursrými bifreiðarinnar. Sá var vakinn og honum ekið heim til sín af lögreglu. Viðkomandi var einnig sektaður fyrir að nota ekki bílbelti.
4 umferðarslys voru tilkynnt en ekki var um að ræða slys á fólki. Slys varð hjá erlendum ferðamanni, sem rann í hálku í íshellaferð og sótti þyrla landhelgisgæslunnar hann og kom honum á heilbrigðisstofnun.
Þessa vikuna ætla lögreglumenn á suðurlandi að viðhafa sérstakt eftirlit með bílbeltanotkun og öryggisbúnaði.
Um liðna helgi voru 15 ökumenn kærðir fyrir að aka of greitt í embættinu. Sá sem hraðast ók mældist á 146km/klst. Sá var einnig grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og gat viðkomandi ekki sýnt fram á að hafa gild ökuréttindi. Að auki voru 3 aðrir ökumenn stöðvaðir án ökuréttinda.
4 voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Þar af var einn aðili með fíkniefni meðferðis.
Einn ökumaður var stöðvaður á jeppabifreið og kom í ljós sofandi aðili í farangursrými bifreiðarinnar. Sá var vakinn og honum ekið heim til sín af lögreglu. Viðkomandi var einnig sektaður fyrir að nota ekki bílbelti.
4 umferðarslys voru tilkynnt en ekki var um að ræða slys á fólki. Slys varð hjá erlendum ferðamanni, sem rann í hálku í íshellaferð og sótti þyrla landhelgisgæslunnar hann og kom honum á heilbrigðisstofnun.
Þessa vikuna ætla lögreglumenn á suðurlandi að viðhafa sérstakt eftirlit með bílbeltanotkun og öryggisbúnaði.