Veðurstofa Íslands | Reykjavík (Facebook)Milli kl. 2 og 3 í nótt varð smáskjálftahrina á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. Þá mældust rúmlega tuttugu skjálftar sem voru um og undir M1,0 að stærð á 3 til 6 km dýpi. Staðsetning skjálftanna er á mjög svipuðum slóðum og jarðskjálftar sem hafa sést við upphaf þeirra kvikuhlaupa sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni síðastliðið ár. Skjálftahrinan var skammvinn og höfðu engir skjálftar mælst þar frá því kl. 4 í nótt.
Hvorki sáust merki um aflögun á GPS mælum eða ljósleiðara né þrýstingsbreytingar í borholum HS-Orku í Svartsengi. Þegar kvika hefur hlaupið frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina hafa þessi mælitæki sýnt skýr merki um það. Ítarlegri fréttir eru á vef okkar:
https://www.vedur.is/um-vi/frettir/jardhraeringar-grindavik Kortið sýnir staðsetningu jarðskjálfta á milli kl. 2 og 4 í nótt. Dökkrauðar línur eru gossprungur á Sundhnúksgígaröðinni frá desember 2023 til ágúst 2024. Rauða línan er sá hluti gossprungunnar sem var...
View original post