Lögreglan á Norðurlandi vestra | Sauðárkrókur (Facebook)„Á Íslandi er náttúruvá bæði tíð og fjölbreytileg. Þar má t.d. nefna óveður, jarðskjálfta, eldgos, jökulhlaup, snjóflóð, ofanflóð, sjávarflóð, flóðbylgjur, flóð í ám og vötnum og gróðurelda. Náttúruvá getur haft alvarlegar afleiðingar, ýmist á landsvísu eða staðbundið. Náttúruvá geta fylgt keðjuverkandi áhrif á ýmsa samfélagsþætti og mikilvæga innviði. Samfélagið þarf jafnframt að vera viðbúið alls kyns slysum sem geta ýmist haft litlar eða miklar afleiðingar, eins og t.d. stór hópslys.“
í kjölfar óveðursins í desember 2019 var skipaður átakshópur um úrbætur í innviðum. Afrakstur vinnu átakshópsins var fjöldi verkefna til að efla áfallaþol samfélagsins. Eitt af þessum verkefnum varðar aðstöðu aðgerðastjórna í héraði.
Í dag var stórum áfanga í almannavörnum náð á Norðurlandi vestra er vígð var ný aðgerðastjórnstöð almannavarna og er hún í húsnæði björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar á Sauðárkróki. Fulltrúar...
View original post